Fótbolti

Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Stefán
Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt.

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast nefnilega enn eftir því að Lars Lagerbäck framlengi samning sinn við KSÍ.

Samningur Svíans rennur út eftir úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar en hann hefur þegar framlengt hann einu sinni, eftir undankeppni HM í Brasilíu þar sem íslenska landsliðið var einum leik frá því að komast í úrslitakeppni HM. Liðið fór hinsvegar alla leið inn á EM 2016.

„Eindreginn vilji“

Geir tjáir sig um stöðuna á framtíð Lagerbäck í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum rætt lítillega þessi mál, ég og Lars, en við ætlum að setjast niður og ræða betur saman í næsta mánuði. Það er alltaf von á meðan við erum að ræða saman en það er eindreginn vilji KSÍ að halda honum," sagði Geir við Morgunblaðið.

Lars Lagerbäck heldur upp á 68 ára afmælið sitt skömmu eftir Evrópumótið. Hann hefur farið með landslið sex sinnum á stórmót, Svía á bæði EM og HM og Nígeríu á HM.

Heimir verður áfram

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa verið saman með liðið frá byrjun undankeppni EM en Heimir var áður aðstoðarmaður Svíans.

Heimir hefur þegar gert samning við KSÍ og mun halda áfram sem þjálfari liðsins. Nú er því bara spurningin um hvort að hann verði einn eða hvort að Lars Lagerbäck verði áfram með honum.


Tengdar fréttir

Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki.

Heimir vill vinna endalaust með Lars

Ummæli Heimis Hallgrímssonar í viðtali við Áramótablað Viðskiptablaðsins hafa vakið athygli. Þar sagði Heimir að hann væri ekki viss um að hann myndi læra meira af því að starfa með Lars Lagerbäck í tvö ár í viðbót.

Heimir: Eru að tefla fram reynslumiklu liði annað kvöld

Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, er þakklátur fyrir tækifærið sem leikur morgundagsins gefur þjálfurunum til þess að skoða leikmenn sem hafa verið utan hóps til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×