Hiddink segir Hazard að gleyma PSG | Óheppileg ummæli Belgans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 16:30 Eden Hazard. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Sjá meira