Ísland að verða álitið hönnunarland Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:30 Elín Þorgeirsdóttir segir að öll árin á DesignMatch hafi einhver íslenskur hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki. Vísir/Stefán Á DesignMatch, kaupstefnu á vegum HönnunarMars í samstarfi við Arion banka, býðst hönnuðum að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur sem annars er erfitt að komast í kynni við. Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir íslenska hönnuði og öll árin hefur einhver hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, ritstjóra og fjölmiðlafulltrúa HönnunarMars. DesignMatch verður haldin í sjöunda skipti í ár. Á kaupstefnunni sækja íslenskir hönnuðir um að fá viðtal við hönnunarhús sem getur svo leitt til samvinnu milli aðilanna. „Það er sjaldgæft að stofnun á borð við Hönnunarmiðstöð búi til þennan vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri alþjóðlega. Við erum með frábæra hönnuði á Íslandi, en til að ná árangri í viðskiptum, þá þarftu eiginlega að ná athygli á alþjóðamarkaði. Kaupstefnan styttir þessi skref fyrir hönnuðina,“ segir Elín. Í ár koma mörg þekkt fyrirtæki til landsins, meðal annars Ferm Living, og Normann Copenhagen frá Danmörku, og Vitra, Artek sem er frá Svíþjóð og Sviss, auk tískufyrirtækjanna Wood Wood og Aplace. Í fyrsta sinn munu sérvaldir erlendir blaðamenn, meðal annars frá tímaritunum Dezeen, Frame og Elle Decoration, taka þátt í kaupstefnunni. Þátttakendur munu því eiga möguleika á viðtali og kynningu í einhverjum af leiðandi hönnunarmiðlum heims. Íslensk fyrirtæki á borð við Epal og Sýrusson taka einnig þátt í fyrsta skipti. Elín segir mikið tækifæri liggja í því fyrir íslenska hönnuði. „Það er erfitt fyrir fyrirtækin að fylgjast með öllu sem er að gerast í hönnun á landinu. Við vonum að þarna gerist einhverjir töfrar.“ Kaupstefnan fer fram 11. mars næstkomandi.Hér má kynna sér hvernig er hægt að taka þátt.Hér má kynna sér betur HönnunarMars 2016. Tíska og hönnun Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Á DesignMatch, kaupstefnu á vegum HönnunarMars í samstarfi við Arion banka, býðst hönnuðum að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur sem annars er erfitt að komast í kynni við. Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir íslenska hönnuði og öll árin hefur einhver hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, ritstjóra og fjölmiðlafulltrúa HönnunarMars. DesignMatch verður haldin í sjöunda skipti í ár. Á kaupstefnunni sækja íslenskir hönnuðir um að fá viðtal við hönnunarhús sem getur svo leitt til samvinnu milli aðilanna. „Það er sjaldgæft að stofnun á borð við Hönnunarmiðstöð búi til þennan vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri alþjóðlega. Við erum með frábæra hönnuði á Íslandi, en til að ná árangri í viðskiptum, þá þarftu eiginlega að ná athygli á alþjóðamarkaði. Kaupstefnan styttir þessi skref fyrir hönnuðina,“ segir Elín. Í ár koma mörg þekkt fyrirtæki til landsins, meðal annars Ferm Living, og Normann Copenhagen frá Danmörku, og Vitra, Artek sem er frá Svíþjóð og Sviss, auk tískufyrirtækjanna Wood Wood og Aplace. Í fyrsta sinn munu sérvaldir erlendir blaðamenn, meðal annars frá tímaritunum Dezeen, Frame og Elle Decoration, taka þátt í kaupstefnunni. Þátttakendur munu því eiga möguleika á viðtali og kynningu í einhverjum af leiðandi hönnunarmiðlum heims. Íslensk fyrirtæki á borð við Epal og Sýrusson taka einnig þátt í fyrsta skipti. Elín segir mikið tækifæri liggja í því fyrir íslenska hönnuði. „Það er erfitt fyrir fyrirtækin að fylgjast með öllu sem er að gerast í hönnun á landinu. Við vonum að þarna gerist einhverjir töfrar.“ Kaupstefnan fer fram 11. mars næstkomandi.Hér má kynna sér hvernig er hægt að taka þátt.Hér má kynna sér betur HönnunarMars 2016.
Tíska og hönnun Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira