Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. Vísir/Getty „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. Netflix Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum.
Netflix Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira