Farsakenndar skýringar Landsbankans stjórnarmaðurinn skrifar 17. febrúar 2016 10:15 Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur Sjá meira
Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur Sjá meira