Ég á heima hérna Hugleikur Dagsson skrifar 18. febrúar 2016 11:14 Einu sinni bar ég ekki virðingu fyrir plötusnúðum. Þrátt fyrir stórkostlegt starfsheiti. Plötu. Snúður. Kúl og krúttlegt á sama tíma. En ég skildi aldrei hvað var svona sérstakt við þetta. Að vinna við það að ýta á play. Ef einhver tilkynnti mér að hún væri plötusnúður voru viðbrögð mín ekki ósvipuð þeim og ég fæ þegar ég segi fólki að ég sé listamaður. Þ.e.a.s. ég svaraði „en hver er alvöru vinnan þín?“. (Sagði þetta reyndar aldrei upphátt. Ég er kannski bjáni en ég er ekki drullusokkur.) En eins og með svo margt annað þarf maður að upplifa hið súra til að kunna að meta hið sæta. Eitt sinn festist ég á bar þar sem snúðurinn spilaði bara leiðinlega tónlist. Ég segi ekki hvers konar tónlist en það rímar við bleknó. Þá fattaði ég að ég var blindur allan þennan tíma. Eða réttara sagt heyrnarlaus. Einhver sagði um grafíska hönnun að góð grafísk hönnun sé betri en þú heldur. Flott greining þegar maður pælir í henni og það sama má segja um plötusnúninga. En akkúrat þegar ég lærði að elska þetta fólk steig fram ný stétt af plötusnúðum. Youtúbarinn. Ég býð stundum í eftirpartí því ég er sorgleg mannvera. Þá skelli ég iTunes-inum mínum á fóninn og grúva mig í gang. En nei. Alltaf eftir eitt og hálft lag kemur einhver og hijackar stemmarann með því að youtúba eitthvert rapplag með engu rappi í án þess að biðja mig um leyfi. Þetta er ekki í lagi. Þú stoppar ekki mitt Starship-lag til að setja þitt Drake-lag á. Ég á heima hérna. Ég gaf þér húsaskjól svo þú gætir djammað lengur og þú endurgreiðir mér með því að segja mér óbeint að þú sért með betri tónlistarsmekk. Sem þú ert örugglega með, en kommon. Þetta verður að hætta. Stöðvum youtube-partíin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Einu sinni bar ég ekki virðingu fyrir plötusnúðum. Þrátt fyrir stórkostlegt starfsheiti. Plötu. Snúður. Kúl og krúttlegt á sama tíma. En ég skildi aldrei hvað var svona sérstakt við þetta. Að vinna við það að ýta á play. Ef einhver tilkynnti mér að hún væri plötusnúður voru viðbrögð mín ekki ósvipuð þeim og ég fæ þegar ég segi fólki að ég sé listamaður. Þ.e.a.s. ég svaraði „en hver er alvöru vinnan þín?“. (Sagði þetta reyndar aldrei upphátt. Ég er kannski bjáni en ég er ekki drullusokkur.) En eins og með svo margt annað þarf maður að upplifa hið súra til að kunna að meta hið sæta. Eitt sinn festist ég á bar þar sem snúðurinn spilaði bara leiðinlega tónlist. Ég segi ekki hvers konar tónlist en það rímar við bleknó. Þá fattaði ég að ég var blindur allan þennan tíma. Eða réttara sagt heyrnarlaus. Einhver sagði um grafíska hönnun að góð grafísk hönnun sé betri en þú heldur. Flott greining þegar maður pælir í henni og það sama má segja um plötusnúninga. En akkúrat þegar ég lærði að elska þetta fólk steig fram ný stétt af plötusnúðum. Youtúbarinn. Ég býð stundum í eftirpartí því ég er sorgleg mannvera. Þá skelli ég iTunes-inum mínum á fóninn og grúva mig í gang. En nei. Alltaf eftir eitt og hálft lag kemur einhver og hijackar stemmarann með því að youtúba eitthvert rapplag með engu rappi í án þess að biðja mig um leyfi. Þetta er ekki í lagi. Þú stoppar ekki mitt Starship-lag til að setja þitt Drake-lag á. Ég á heima hérna. Ég gaf þér húsaskjól svo þú gætir djammað lengur og þú endurgreiðir mér með því að segja mér óbeint að þú sért með betri tónlistarsmekk. Sem þú ert örugglega með, en kommon. Þetta verður að hætta. Stöðvum youtube-partíin.