Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Höskuldur Kári Schram skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér. Búvörusamningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér.
Búvörusamningar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira