Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Höskuldur Kári Schram skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér. Búvörusamningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér.
Búvörusamningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira