Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 07:15 NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira