"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 08:37 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira