Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2016 21:43 Frá Siglufirði, þar sem bandaríski ferðamaðurinn dvelur núna. Vísir/Pjetur Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira