Katrín, VG og fullveldi ríkja Þröstur Ólafsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun