Af hverju þetta hik? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ýmislegt mælir með því að afnema einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Almennt talað eru frjáls viðskipti ágæt skipan mála sem öllum kemur vel: framleiðendum, seljendum og kaupendum. Fólk sem dvalið hefur erlendis veit líka að hægt er að fara um matvörubúðir þar án þess að finnast maður skyldugur til að kaupa þar áfengi, bara af því að það má. Tilhögun sölu á tilteknum varningi ætti líka yfirleitt að miðast við fjöldann fremur en fámennan jaðarhóp; regluna fremur en undantekninguna, ríkjandi siði fremur en afbrigðin. Almennt talað. Lögleiðing bjórs virðist hafa haft fremur jákvæð áhrif á drykkjusiði landsmanna – almennt talað – bjórbannið var eftir á að hyggja næstum jafn afkáralegt og bannið við hundahaldi í Reykjavíkurborg. Þó að meira seljist af áfengi eftir afnám bjórbannsins held ég að betur sé farið með það áfengi en áður. Almennt talað. Ég veit ekki hvort það hefur verið mælt eða kannað en stundum hvarflar að manni að umgengni við áfengi sé því verri sem það er óaðgengilegra; og verst þegar það er bannað. Við slíkar kringumstæður verður til drykkur eins og svonefndur Landi, en það lýsir nokkuð sérstæðri sjálfsmynd þjóðar að kenna slíka ólyfjan við sig. Og ekki er svo sem skárri kúmenspírinn sem við köllum brennivín og teljum útlendingum trú um að sé drukkið hér í öll mál með hrútspungunum. Hið hroðalega brennivínsþamb sem tíðkaðist í mínu ungdæmi hefur til allrar guðslukku vikið að mestu fyrir léttvínsdrykkju og bjórsötri. Það eru góð skipti. Almennt talað ætti fólk sem flytur inn eða jafnvel framleiðir einhver sérstök vín eða bjór að geta selt þennan varning þeim sem áhuga hafa án þess að þar þurfi sérstakan atbeina eða milligöngu ríkisvaldsins.Og samt …Almennt talað. Margt sem mælir með því að afnema þetta einkaleyfi. Og af hverju hikar maður þá við að styðja það fullum hálsi? Innbyggð tregða og íhaldssemi? Eflaust. Sjálfvirk neikvæðni gagnvart baráttumáli heimdellings á Alþingi? Auðvitað. Forræðishyggja? Já já. Maður hikar. Þó að frjáls viðskipti séu almennt talað ágæt skipan mála þá þarf það ekki að gilda í sérstökum tilvikum. Algjört viðskiptafrelsi á ekki að vera allsherjarregla, ofar hverri kröfu, eins og kreddumenn segja. Ekki einu sinni Heimdallur myndi styðja frumvarp um lögleiðingu á mansali eða líffærasölu – veit þó ekki með eiturlyfin. Þar með er ekki sagt að hægt sé að útrýma úr heiminum verslun með óæskilegan varning. Lög sem gera slíka starfsemi refsiverða eru hins vegar til marks um vilja og stefnu samfélagsins í heild. Þau sýna sjálfsmynd samfélagsins, jafngilda nokkurs konar yfirlýsingu um það hvað sé að mati þess æskileg mannleg hegðun – og hvað ekki. Kannski megi hugsa um áfengisstefnuna út frá þessu. Samfylgd Íslendinga og áfengisins er löng og vörðuð sorg og óhamingju. Sé hægt að tala um þjóðarsjúkdóm hér á landi þá væri það sennilega áfengissýkin. Naumast er til sú fjölskylda hér á landi sem þekkir ekki af eigin raun þá geðbilun sem ofneyslu áfengis fylgir, og bitnar ekki aðeins á þeim sem drekkur heldur öllum þeim sem í kringum viðkomandi eru. Áfengi er hugvíkkandi efni – eða kannski hugþrengjandi. Það breytir hugsunum. Það er ekki hægt að tala um það eins og jógúrt eða hrökkbrauð. Það getur verið mjög ánægjulegt að hafa það um hönd og er jafnvel bráðhollt sé þess neytt í hófi – afi minn Indriði byrjaði hvern dag á því að fá sér snafs til að koma blóðinu á hreyfingu en lét það líka duga – og komst á tíræðisaldur með markvissri kyrrsetu og lestri á Íslendingasögunum. Dæmi hans sýnir að hófleg áfengisnotkun er holl og góð, en ætli það dæmi sé ekki fremur undantekning hér á landi. Við höfum meira að segja dæmi um óhóflega hófdrykkju.Sérstök lögmálMeð öðrum orðum. Það sem gildir almennt talað um hvers kyns varning gildir ekki endilega um áfengi. Það gilda sérstök lögmál um áfengið. Það hefur áhrif á hugsun okkar og hegðun, sé þess neytt í óhófi. Við vitum af sárri reynslu að ekki er hægt að banna áfengi með öllu – og raunar ekki ástæða til að gera það – en samfélagið sendir okkur einstaklingunum ákveðin skilaboð um eðli þessa varnings með því að hafa það til sölu á sérstökum stöðum. Maður þarf sem sagt að gera sér sérstaklega ferð til að kaupa áfengi, maður þarf að taka sérstaka og meðvitaða ákvörðun um að gera það. Við vitum að margir óvirkir alkóhólistar geta keypt áfengi handa öðrum og haft það í kringum sig, en þá gera þeir það á sínum forsendum og hafa sínar aðferðir við að forðast eigin neyslu á því. Mótsagnir? Að sjálfsögðu. Í ljósi sögunnar er full ástæða til að hafa varann á gagnvart breytingum á fyrirkomulagi áfengissölunnar. Leiði þær til þess að bara einn alkóhólisti fellur – eða hófdrykkja verði að ofdrykkju – er verr af stað farið en heima setið. Velja þeir hjá Högum ekki nóg ofan í okkur, svo að vínið bætist ekki þar við? Þegar vegast á í huga manns grundvallarreglan um viðskiptafrelsi annars vegar og heill og hamingja tiltekinna einstaklinga hins vegar er auðvelt að gera upp hug sinn. Svona almennt talað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Ýmislegt mælir með því að afnema einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Almennt talað eru frjáls viðskipti ágæt skipan mála sem öllum kemur vel: framleiðendum, seljendum og kaupendum. Fólk sem dvalið hefur erlendis veit líka að hægt er að fara um matvörubúðir þar án þess að finnast maður skyldugur til að kaupa þar áfengi, bara af því að það má. Tilhögun sölu á tilteknum varningi ætti líka yfirleitt að miðast við fjöldann fremur en fámennan jaðarhóp; regluna fremur en undantekninguna, ríkjandi siði fremur en afbrigðin. Almennt talað. Lögleiðing bjórs virðist hafa haft fremur jákvæð áhrif á drykkjusiði landsmanna – almennt talað – bjórbannið var eftir á að hyggja næstum jafn afkáralegt og bannið við hundahaldi í Reykjavíkurborg. Þó að meira seljist af áfengi eftir afnám bjórbannsins held ég að betur sé farið með það áfengi en áður. Almennt talað. Ég veit ekki hvort það hefur verið mælt eða kannað en stundum hvarflar að manni að umgengni við áfengi sé því verri sem það er óaðgengilegra; og verst þegar það er bannað. Við slíkar kringumstæður verður til drykkur eins og svonefndur Landi, en það lýsir nokkuð sérstæðri sjálfsmynd þjóðar að kenna slíka ólyfjan við sig. Og ekki er svo sem skárri kúmenspírinn sem við köllum brennivín og teljum útlendingum trú um að sé drukkið hér í öll mál með hrútspungunum. Hið hroðalega brennivínsþamb sem tíðkaðist í mínu ungdæmi hefur til allrar guðslukku vikið að mestu fyrir léttvínsdrykkju og bjórsötri. Það eru góð skipti. Almennt talað ætti fólk sem flytur inn eða jafnvel framleiðir einhver sérstök vín eða bjór að geta selt þennan varning þeim sem áhuga hafa án þess að þar þurfi sérstakan atbeina eða milligöngu ríkisvaldsins.Og samt …Almennt talað. Margt sem mælir með því að afnema þetta einkaleyfi. Og af hverju hikar maður þá við að styðja það fullum hálsi? Innbyggð tregða og íhaldssemi? Eflaust. Sjálfvirk neikvæðni gagnvart baráttumáli heimdellings á Alþingi? Auðvitað. Forræðishyggja? Já já. Maður hikar. Þó að frjáls viðskipti séu almennt talað ágæt skipan mála þá þarf það ekki að gilda í sérstökum tilvikum. Algjört viðskiptafrelsi á ekki að vera allsherjarregla, ofar hverri kröfu, eins og kreddumenn segja. Ekki einu sinni Heimdallur myndi styðja frumvarp um lögleiðingu á mansali eða líffærasölu – veit þó ekki með eiturlyfin. Þar með er ekki sagt að hægt sé að útrýma úr heiminum verslun með óæskilegan varning. Lög sem gera slíka starfsemi refsiverða eru hins vegar til marks um vilja og stefnu samfélagsins í heild. Þau sýna sjálfsmynd samfélagsins, jafngilda nokkurs konar yfirlýsingu um það hvað sé að mati þess æskileg mannleg hegðun – og hvað ekki. Kannski megi hugsa um áfengisstefnuna út frá þessu. Samfylgd Íslendinga og áfengisins er löng og vörðuð sorg og óhamingju. Sé hægt að tala um þjóðarsjúkdóm hér á landi þá væri það sennilega áfengissýkin. Naumast er til sú fjölskylda hér á landi sem þekkir ekki af eigin raun þá geðbilun sem ofneyslu áfengis fylgir, og bitnar ekki aðeins á þeim sem drekkur heldur öllum þeim sem í kringum viðkomandi eru. Áfengi er hugvíkkandi efni – eða kannski hugþrengjandi. Það breytir hugsunum. Það er ekki hægt að tala um það eins og jógúrt eða hrökkbrauð. Það getur verið mjög ánægjulegt að hafa það um hönd og er jafnvel bráðhollt sé þess neytt í hófi – afi minn Indriði byrjaði hvern dag á því að fá sér snafs til að koma blóðinu á hreyfingu en lét það líka duga – og komst á tíræðisaldur með markvissri kyrrsetu og lestri á Íslendingasögunum. Dæmi hans sýnir að hófleg áfengisnotkun er holl og góð, en ætli það dæmi sé ekki fremur undantekning hér á landi. Við höfum meira að segja dæmi um óhóflega hófdrykkju.Sérstök lögmálMeð öðrum orðum. Það sem gildir almennt talað um hvers kyns varning gildir ekki endilega um áfengi. Það gilda sérstök lögmál um áfengið. Það hefur áhrif á hugsun okkar og hegðun, sé þess neytt í óhófi. Við vitum af sárri reynslu að ekki er hægt að banna áfengi með öllu – og raunar ekki ástæða til að gera það – en samfélagið sendir okkur einstaklingunum ákveðin skilaboð um eðli þessa varnings með því að hafa það til sölu á sérstökum stöðum. Maður þarf sem sagt að gera sér sérstaklega ferð til að kaupa áfengi, maður þarf að taka sérstaka og meðvitaða ákvörðun um að gera það. Við vitum að margir óvirkir alkóhólistar geta keypt áfengi handa öðrum og haft það í kringum sig, en þá gera þeir það á sínum forsendum og hafa sínar aðferðir við að forðast eigin neyslu á því. Mótsagnir? Að sjálfsögðu. Í ljósi sögunnar er full ástæða til að hafa varann á gagnvart breytingum á fyrirkomulagi áfengissölunnar. Leiði þær til þess að bara einn alkóhólisti fellur – eða hófdrykkja verði að ofdrykkju – er verr af stað farið en heima setið. Velja þeir hjá Högum ekki nóg ofan í okkur, svo að vínið bætist ekki þar við? Þegar vegast á í huga manns grundvallarreglan um viðskiptafrelsi annars vegar og heill og hamingja tiltekinna einstaklinga hins vegar er auðvelt að gera upp hug sinn. Svona almennt talað.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun