Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 10:10 María Krista og umdeildu IKEA-skeiðarnar hans afa. Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur vakið nokkra athygli, en mismikla lukku, fyrir vöru sem kallast Skeiðin hans afa; skeiðar sem í hafa verið boruð göt, þær settar í glæsilega gjafapakkningu og seldar sem til dæmis feta-osts-skeiðar, eða skeiðar fyrir gular baunir; þar sem hentugt getur talist að skilja vökvann frá. Á Facebook vekur ung kona athygli á þessari vöru, birtir af henni mynd með svohljóðandi skilaboðum: „Fékk þessa sniðugu skeið í jólagjöf. Fetaost skeið. Íslensk hönnun. Eða reyndar IKEA skeið sem búið er að bora í – og selja sem íslenska hönnun. Hvað finnst fólki.“Sjá einnig:Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum Og mörgum finnst þetta kúnstugt. Vísir spurði Maríu Kristu Hreiðarsdóttur hjá Krista design einfaldlega hvort ekki megi heita vafasamt að kaupa skeiðar í Ikea, bora í þær göt og kalla íslenska hönnun?Hugvit frá honum afa María Krista segir að eflaust finnist einhverjum athugavert að nota IKEA-skeiðar í þessu tilfelli en „hugmyndin bak við hönnunina er þessi gamla útfærsla afa okkar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmu á sínum tíma, ýmist gamlar silfurskeiðar eða ódýrari skeiðar sem hann boraði út fyrir allt annan tilgang, enda skeiðar væntanlega ekki hugsaðar með götum upphaflega. Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“Skeiðarnar hans afa njóta mikilla vinsælda þó vafi leiki á um hvort hér sé rétt að tala um íslenska hönnun.Að sögn Maríu Kristu hafa skeiðarnar hafa vakið mikla lukku, er vinsæl gjafavara. „Til dæmis fyrir matarboð og annað enda skemmtileg umræða sem spinnst út frá götunum 3 sem margir klóra sér í kollinum yfir. Það er líka skemmtilegasti parturinn af þessu. Heildarkonseptið er því: skemmtileg gjöf, endurgerð á venjulegri skeið með breyttum tilgangi með tilheyrandi vinnuframlagi og umbúðum sem og falleg saga.“Engar blekkingar í gangi María Krista bendir á að hugmyndin að baki komi skýrt fram í umbúðunum og ekki sé verið að blekkja neinn. Vörurnar frá Kristu eru margar hverjar unnar úr óhefðbundnum efnivið. „Eins og hjólbörðum sem við breytum í hitaplatta, glasamottur skornar út úr gólfdúkum og gólfflísum sem nýttar eru sem ostabakkar, það mætti því alveg eins spyrja okkur af hverju við gerum ostabakka úr flísum sem keyptar eru í byggingavöruverslun! Við framleiðum hinsvegar ekki flísar né stálskeiðar þótt við framleiðum nánast allt frá a-ö og höfum því leitað í efnivið í einhverjar af vörum okkar hjá öðrum byrgjum og í þessu tilfelli IKEA. Það mætti kannski kalla þetta eitt IKEA hack-ið sem vinsæl eru í dag en þá er varningi frá IKEA breytt á ýmsa vegu eftir höfði eiganda.“Halla hjá Hönnunarmiðstöðinni segir málið einfalt: Hér er ekki um íslenska hönnun að ræða.María Krista telur það sem sagt ekki breyta miklu hvort skeiðarnar komi frá IKEA eða öðrum „skeiðafyrirtækjum“, hugmyndin og endurgerðin er megintilgangurinn með vörunni. „Ef íslensk hönnun ætti að standa undir nafni og engin aðkeypt efni væru notuð í þá væri nú lítið framleitt hér á landi nema þá úr ull, hornum, beinum og kannski íslensku birki.“ En, getur þetta kallast íslensk hönnun? Vísir bar þetta tiltekna dæmi undir Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands og hún telur það ákaflega vafasamt.Vafasamt að tala um íslenska hönnun „Það er einfalt - þetta er ekki hönnun þau eru bara að búa eitthvað til sem er bara fínt. Fólk ruglar mjög mikið með hönnunarhugtakið. Til að vera hönnuður er ekki nóg að ákveða bara að maður sé hönnuður og búa eitthvað til (oftast eitthvað sem einhver annar er löngu búinn að gera) samanber alla plexigler-kertastjaka sem verið er er að selja.“Gataðar skeiðar hafa lengi verið þekktar og hér má til dæmis sjá mote-skeiðina.„Langflestir hönnuður hafa að minnsta kosti 4 ára háskólanám að baki. Það eru til ómenntaðir einstaklingar sem geta talist hönnuðir en þeir eru undantekning. Mig grunar að fólki í þessu fyrirtæki hafi aldrei lært neitt í hönnun,“ segir Halla og skefur ekki utan af því. Þá má og benda á að skeiðar með götum, sem þjóna margvíslegum tilgangi, hafa lengi verið þekktar. Hér má til dæmis nefna Mote-skeiðina sem notuð er til að skilja að telauf og drykkinn sjálfan og þannig má lengi telja. Höfundaréttur IKEA Tíska og hönnun Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur vakið nokkra athygli, en mismikla lukku, fyrir vöru sem kallast Skeiðin hans afa; skeiðar sem í hafa verið boruð göt, þær settar í glæsilega gjafapakkningu og seldar sem til dæmis feta-osts-skeiðar, eða skeiðar fyrir gular baunir; þar sem hentugt getur talist að skilja vökvann frá. Á Facebook vekur ung kona athygli á þessari vöru, birtir af henni mynd með svohljóðandi skilaboðum: „Fékk þessa sniðugu skeið í jólagjöf. Fetaost skeið. Íslensk hönnun. Eða reyndar IKEA skeið sem búið er að bora í – og selja sem íslenska hönnun. Hvað finnst fólki.“Sjá einnig:Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum Og mörgum finnst þetta kúnstugt. Vísir spurði Maríu Kristu Hreiðarsdóttur hjá Krista design einfaldlega hvort ekki megi heita vafasamt að kaupa skeiðar í Ikea, bora í þær göt og kalla íslenska hönnun?Hugvit frá honum afa María Krista segir að eflaust finnist einhverjum athugavert að nota IKEA-skeiðar í þessu tilfelli en „hugmyndin bak við hönnunina er þessi gamla útfærsla afa okkar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmu á sínum tíma, ýmist gamlar silfurskeiðar eða ódýrari skeiðar sem hann boraði út fyrir allt annan tilgang, enda skeiðar væntanlega ekki hugsaðar með götum upphaflega. Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“Skeiðarnar hans afa njóta mikilla vinsælda þó vafi leiki á um hvort hér sé rétt að tala um íslenska hönnun.Að sögn Maríu Kristu hafa skeiðarnar hafa vakið mikla lukku, er vinsæl gjafavara. „Til dæmis fyrir matarboð og annað enda skemmtileg umræða sem spinnst út frá götunum 3 sem margir klóra sér í kollinum yfir. Það er líka skemmtilegasti parturinn af þessu. Heildarkonseptið er því: skemmtileg gjöf, endurgerð á venjulegri skeið með breyttum tilgangi með tilheyrandi vinnuframlagi og umbúðum sem og falleg saga.“Engar blekkingar í gangi María Krista bendir á að hugmyndin að baki komi skýrt fram í umbúðunum og ekki sé verið að blekkja neinn. Vörurnar frá Kristu eru margar hverjar unnar úr óhefðbundnum efnivið. „Eins og hjólbörðum sem við breytum í hitaplatta, glasamottur skornar út úr gólfdúkum og gólfflísum sem nýttar eru sem ostabakkar, það mætti því alveg eins spyrja okkur af hverju við gerum ostabakka úr flísum sem keyptar eru í byggingavöruverslun! Við framleiðum hinsvegar ekki flísar né stálskeiðar þótt við framleiðum nánast allt frá a-ö og höfum því leitað í efnivið í einhverjar af vörum okkar hjá öðrum byrgjum og í þessu tilfelli IKEA. Það mætti kannski kalla þetta eitt IKEA hack-ið sem vinsæl eru í dag en þá er varningi frá IKEA breytt á ýmsa vegu eftir höfði eiganda.“Halla hjá Hönnunarmiðstöðinni segir málið einfalt: Hér er ekki um íslenska hönnun að ræða.María Krista telur það sem sagt ekki breyta miklu hvort skeiðarnar komi frá IKEA eða öðrum „skeiðafyrirtækjum“, hugmyndin og endurgerðin er megintilgangurinn með vörunni. „Ef íslensk hönnun ætti að standa undir nafni og engin aðkeypt efni væru notuð í þá væri nú lítið framleitt hér á landi nema þá úr ull, hornum, beinum og kannski íslensku birki.“ En, getur þetta kallast íslensk hönnun? Vísir bar þetta tiltekna dæmi undir Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands og hún telur það ákaflega vafasamt.Vafasamt að tala um íslenska hönnun „Það er einfalt - þetta er ekki hönnun þau eru bara að búa eitthvað til sem er bara fínt. Fólk ruglar mjög mikið með hönnunarhugtakið. Til að vera hönnuður er ekki nóg að ákveða bara að maður sé hönnuður og búa eitthvað til (oftast eitthvað sem einhver annar er löngu búinn að gera) samanber alla plexigler-kertastjaka sem verið er er að selja.“Gataðar skeiðar hafa lengi verið þekktar og hér má til dæmis sjá mote-skeiðina.„Langflestir hönnuður hafa að minnsta kosti 4 ára háskólanám að baki. Það eru til ómenntaðir einstaklingar sem geta talist hönnuðir en þeir eru undantekning. Mig grunar að fólki í þessu fyrirtæki hafi aldrei lært neitt í hönnun,“ segir Halla og skefur ekki utan af því. Þá má og benda á að skeiðar með götum, sem þjóna margvíslegum tilgangi, hafa lengi verið þekktar. Hér má til dæmis nefna Mote-skeiðina sem notuð er til að skilja að telauf og drykkinn sjálfan og þannig má lengi telja.
Höfundaréttur IKEA Tíska og hönnun Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira