Viðskipti erlent

Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna.
Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. Vísir/AP
Sundar Pichai, forstjóri Google, hefur hlotið 199 milljónir dollara, jafnvirði 25 milljarða króna, í hlutabréfum. Þetta gerir hann að hæstlaunaðasta forstjóra Bandaríkjanna.

Pichai varð forstjóri Google þegar móðurfélag þess Alphabet var stofnað á síðasta ári. Hann hefur starfað hjá Google síðan 2004.

Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna.

Alphabet varð á dögunum verðmætasta skráða fyrirtæki heims og tók þar með fram úr Apple.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×