Með stútfullt farteski af tækifærum frá Kína Guðrún Ansnes skrifar 20. janúar 2016 10:00 Ýr segir fjölnota flíkur falla vel í kramið í dag, en hún hlaut Red Dot-verðlaun fyrir jakkann sinn á Xiamen International Business Week. Vísir/GVA Línan er öll framleidd á Ítalíu og þetta ferli hefur tekið mjög langan tíma þar sem þetta er frekar flókið að framleiða. Prótótýpurnar hafa flogið fram og til baka,“ segir Ýr sem iðar í skinninu eftir að fá línuna í hendurnar. Um er að ræða fjölnotaflíkur sem eiga væntanlega upp á pallborðið hjá ansi mörgum á tímum mínímalísks lífsstíls sem öllu ætlar að tröllríða, í bland við aukna umhverfismeðvitund. „Ég þróaði þetta í gegnum Startup Reykjavík, og vildi gera jakka og kápur sem hægt er að skipta um ermar eða kraga á, frekar en að fólk sé að kaupa nýja flík. Þannig má alltaf kaupa sér nýja viðbót og skipta út,“ útskýrir Ýr, og bendir á að kjólarnir og samfestingarnir í línunni séu þannig að hægt sé að snúa þeim við, og þannig fá tvær flíkur úr einni. Ýr ætlar sér að kynna línuna á Hönnunar-mars, og skella í svokallaða pop-up verslun á staðnum.Línan er glæsilegaðsendÝr segir greinilegan áhuga á slíkri hönnun, en hún kom einmitt heim með glæsilega viðurkenningu frá Kína. „Ég hélt tvær sýningar úti, sú fyrri var á Another Creation, á hönnunarhátíð sem ber heitið Designers at the Seashore, og er partur af Xiamen International Business Week. Þar voru veitt verðlaunin Red Dot Award fyrir framúrskarandi hönnun og fékk ég viðurkenningu frá samtökunum fyrir fjölnota jakkann sem var fyrsta frumgerðin hjá Another Creation,“ segir Ýr hæstánægð og bendir á að möguleikarnir í Kína séu nær óendanlegir. Sjálf hafi hún einmitt haldið aðra sýningu rétt fyrir heimför, þar sem hún var með ljósmyndasýningu, innsetningu og vídeóverk. Nú er hún hins vegar komin heim fram á vor og ætlar að koma línunni í farveg, ásamt því að aðstoða búningahönnuðinn Filippíu Elísdóttur við að sjá um búninga fyrir undankeppni Eurovision sem fer að bresta á. Aðspurð um hvort áhorfendur megi eiga von á að sjá nýjustu línu Ýrar á skjánum, segir hún ekki loku fyrir það skotið, en ár hvert fylgjast tískuspekúlantar vel með hverju kynnar keppninnar klæðast. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Línan er öll framleidd á Ítalíu og þetta ferli hefur tekið mjög langan tíma þar sem þetta er frekar flókið að framleiða. Prótótýpurnar hafa flogið fram og til baka,“ segir Ýr sem iðar í skinninu eftir að fá línuna í hendurnar. Um er að ræða fjölnotaflíkur sem eiga væntanlega upp á pallborðið hjá ansi mörgum á tímum mínímalísks lífsstíls sem öllu ætlar að tröllríða, í bland við aukna umhverfismeðvitund. „Ég þróaði þetta í gegnum Startup Reykjavík, og vildi gera jakka og kápur sem hægt er að skipta um ermar eða kraga á, frekar en að fólk sé að kaupa nýja flík. Þannig má alltaf kaupa sér nýja viðbót og skipta út,“ útskýrir Ýr, og bendir á að kjólarnir og samfestingarnir í línunni séu þannig að hægt sé að snúa þeim við, og þannig fá tvær flíkur úr einni. Ýr ætlar sér að kynna línuna á Hönnunar-mars, og skella í svokallaða pop-up verslun á staðnum.Línan er glæsilegaðsendÝr segir greinilegan áhuga á slíkri hönnun, en hún kom einmitt heim með glæsilega viðurkenningu frá Kína. „Ég hélt tvær sýningar úti, sú fyrri var á Another Creation, á hönnunarhátíð sem ber heitið Designers at the Seashore, og er partur af Xiamen International Business Week. Þar voru veitt verðlaunin Red Dot Award fyrir framúrskarandi hönnun og fékk ég viðurkenningu frá samtökunum fyrir fjölnota jakkann sem var fyrsta frumgerðin hjá Another Creation,“ segir Ýr hæstánægð og bendir á að möguleikarnir í Kína séu nær óendanlegir. Sjálf hafi hún einmitt haldið aðra sýningu rétt fyrir heimför, þar sem hún var með ljósmyndasýningu, innsetningu og vídeóverk. Nú er hún hins vegar komin heim fram á vor og ætlar að koma línunni í farveg, ásamt því að aðstoða búningahönnuðinn Filippíu Elísdóttur við að sjá um búninga fyrir undankeppni Eurovision sem fer að bresta á. Aðspurð um hvort áhorfendur megi eiga von á að sjá nýjustu línu Ýrar á skjánum, segir hún ekki loku fyrir það skotið, en ár hvert fylgjast tískuspekúlantar vel með hverju kynnar keppninnar klæðast.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira