Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Ingvar Haraldsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014. Bankastjóri Landsbankans segir að tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt þegar samið var um kaupverð. Fréttablaðið/ernir Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar. Borgunarmálið Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar.
Borgunarmálið Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira