Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:47 Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka. Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00