Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:47 Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka. Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00