NBA-leikmaður braut fimm sinnum á sama manninum á átta sekúndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 22:45 Andre Drummond líður ekki vel á vítalínunni. Vísir/EPA Hann var ansi skrautlegur leikur Detroit Pistons og Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en ótrúleg leikaðferð Houston Rockets gekk ekki upp. Andre Drummond, aðalmiðherji Detroit Pistons, er frábær leikmaður en hörmuleg vítaskytta. Þjálfarar Houston Rockets ætluðu að nýta sér það og sendu hann 36 sinnum á vítalínuna í leiknum. Andre Drummond setti nýtt NBA-met með því að klikka á 23 vítum í leiknum en hann bætti með Wilt Chamberlain og DeAndre Jordan. Houston Rockets tókst samt ekki að vinna leikinn með þessu bellibrögðum því Detroit Pistons vann 123-114. „Hack-a-Shaq" er þekkt leikaðferð þegar þjálfarar reyna að nýta sér lélega vítanýtingu leikmanna í hinu liðinu þegar lítið gengur að verjast mótherjunum á hefðbundinn hátt. Bakvörðurinn K.J. McDaniels var látinn brjóta fimm sinnum á Andre Drummond á aðeins átta sekúndum. „Hack-a-Shaq" hefur oft tekið yfir leiki en útgáfan sem Houston Rockets bauð upp á í nótt er eins sú sorglegasta í sögunni. Menn geta rétt ímyndað sér hversu skemmtilegt var fyrir áhorfendur, á vellinum og heima í stofu, að fylgjast með þessu bulli í nótt og pressan er farinn að aukast á NBA-deildina að setja reglur sem minnka svona skrípaleik. Andre Drummond er með 36 prósent vítanýtingu á tímabilinu en hann er að skora 17,6 stig og taka 15,4 fráköst í leik. Þetta var tíundi leikurinn í röð þar sem hann nær ekki 40 prósent vítanýtingu.VIDEO: Rockets Foul Andre Drummond 5 Times in 8 Seconds, He Missed NBA Record 23 FT's - https://t.co/PdBmCNBThW pic.twitter.com/mAv0N6Xqya— NBA On Def Pen (@NBAOnDefPen) January 21, 2016 KJ McDaniels managed to foul Andre Drummond 5 times in 9 seconds. pic.twitter.com/P9vuPbIwzN— NBA Central (@TheNBACentral) January 21, 2016 Interesting night for Drummond... •Most ever FTA's in half (28) •Most ever FT's missed in gm (23) •Beat HOU by 9 pic.twitter.com/LRYduJxICz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 21, 2016 The Rockets intentionally fouled Andre Drummond five times in nine seconds. You read that right. https://t.co/GpEERSDabi— ESPN (@espn) January 21, 2016 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Hann var ansi skrautlegur leikur Detroit Pistons og Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en ótrúleg leikaðferð Houston Rockets gekk ekki upp. Andre Drummond, aðalmiðherji Detroit Pistons, er frábær leikmaður en hörmuleg vítaskytta. Þjálfarar Houston Rockets ætluðu að nýta sér það og sendu hann 36 sinnum á vítalínuna í leiknum. Andre Drummond setti nýtt NBA-met með því að klikka á 23 vítum í leiknum en hann bætti með Wilt Chamberlain og DeAndre Jordan. Houston Rockets tókst samt ekki að vinna leikinn með þessu bellibrögðum því Detroit Pistons vann 123-114. „Hack-a-Shaq" er þekkt leikaðferð þegar þjálfarar reyna að nýta sér lélega vítanýtingu leikmanna í hinu liðinu þegar lítið gengur að verjast mótherjunum á hefðbundinn hátt. Bakvörðurinn K.J. McDaniels var látinn brjóta fimm sinnum á Andre Drummond á aðeins átta sekúndum. „Hack-a-Shaq" hefur oft tekið yfir leiki en útgáfan sem Houston Rockets bauð upp á í nótt er eins sú sorglegasta í sögunni. Menn geta rétt ímyndað sér hversu skemmtilegt var fyrir áhorfendur, á vellinum og heima í stofu, að fylgjast með þessu bulli í nótt og pressan er farinn að aukast á NBA-deildina að setja reglur sem minnka svona skrípaleik. Andre Drummond er með 36 prósent vítanýtingu á tímabilinu en hann er að skora 17,6 stig og taka 15,4 fráköst í leik. Þetta var tíundi leikurinn í röð þar sem hann nær ekki 40 prósent vítanýtingu.VIDEO: Rockets Foul Andre Drummond 5 Times in 8 Seconds, He Missed NBA Record 23 FT's - https://t.co/PdBmCNBThW pic.twitter.com/mAv0N6Xqya— NBA On Def Pen (@NBAOnDefPen) January 21, 2016 KJ McDaniels managed to foul Andre Drummond 5 times in 9 seconds. pic.twitter.com/P9vuPbIwzN— NBA Central (@TheNBACentral) January 21, 2016 Interesting night for Drummond... •Most ever FTA's in half (28) •Most ever FT's missed in gm (23) •Beat HOU by 9 pic.twitter.com/LRYduJxICz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 21, 2016 The Rockets intentionally fouled Andre Drummond five times in nine seconds. You read that right. https://t.co/GpEERSDabi— ESPN (@espn) January 21, 2016
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira