Á enginn að bera ábyrgð á sölu ríkiseigna? Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun