Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2016 18:34 "Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans.“ Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05
Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00
Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00