Frakkar gerðu lítið úr Hvít-Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. janúar 2016 18:40 Luka Karabatic var frábær í vörninni í kvöld. vísir/epa Heims, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka pökkuðu Hvíta-Rússlandi saman, 34-23, í fyrsta leik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í dag. Þrátt fyrir stórsigur segja lokatölurnar nánast ekkert um gang leiksins því Frakkland hefði auðveldlega getað unnið leikinn með meira en 20 mörkum hefði það keyrt hraðann og spilað á sínum bestu mönnum allan tímann. Frakkar komust í 4-0 áður en Hvít-Rússar skoruðu fyrsta markið eftir tæpar sjö mínútur, en staðan eftir 14 mínútur var 10-4 fyrir meistarana. Þá skiptu Frakkarnir upp um gír, skoruðu átta mörk í röð og komust í 18-4. Í hálfleik munaði 15 mörkum, 20-5. Franska liðið var að spila ótrúlegan handbolta, þá sérstaklega varnarleik en leikmenn Hvíta-Rússlands litu út eins og byrjendur á móti Frökkunum. Nicola Karabatic gerði það sem hann vildi í sóknarleiknum og skoraði níu mörk úr níu skotum og þá varði Thierry Omeyer tíu skot í fyrri hálfleik. Frakkar sendu eðlilega „varaliðið“ inn í seinni hálfleikinn til að hvíla sínar helstu stjörnur enda leikurinn fyrir löngu unninn. Franski varnarveggurinn hélt fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þar til Hvít-Rússar gengu á lagið gegn mátulega áhugalausum Frökkunum og skoruðu ellefu mörk á næstu tíu mínútum. Fleiri mörk en þeir skoruðu fyrstu 40 mínútur leiksins. Eftir að fá 67 prósent markvörslu í fyrri hálfleik frá Omeyer varði Vincent Gerard, markvörður Montpellier, aðeins sjö skot og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu. Nicola Karabatic endaði markahæstur hjá Frökkunum með níu mörk þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn en næstur kom Nedim Remili með fimm mörk. Hjá Hvíta-Rússlandi var Aliaksei Khadkevich markahæstur með níu mörk úr fjórtán skotum en í markinu varði Viachaslau Saldatsenka þrettán skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frakkar eru nú með fjögur stig í milliriðli eitt líkt og Noregur og Pólland. Þau mætast á morgun þegar Frakkar og Króatar eigast við en í kvöld mætast Makedónía og Króatía. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Heims, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka pökkuðu Hvíta-Rússlandi saman, 34-23, í fyrsta leik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í dag. Þrátt fyrir stórsigur segja lokatölurnar nánast ekkert um gang leiksins því Frakkland hefði auðveldlega getað unnið leikinn með meira en 20 mörkum hefði það keyrt hraðann og spilað á sínum bestu mönnum allan tímann. Frakkar komust í 4-0 áður en Hvít-Rússar skoruðu fyrsta markið eftir tæpar sjö mínútur, en staðan eftir 14 mínútur var 10-4 fyrir meistarana. Þá skiptu Frakkarnir upp um gír, skoruðu átta mörk í röð og komust í 18-4. Í hálfleik munaði 15 mörkum, 20-5. Franska liðið var að spila ótrúlegan handbolta, þá sérstaklega varnarleik en leikmenn Hvíta-Rússlands litu út eins og byrjendur á móti Frökkunum. Nicola Karabatic gerði það sem hann vildi í sóknarleiknum og skoraði níu mörk úr níu skotum og þá varði Thierry Omeyer tíu skot í fyrri hálfleik. Frakkar sendu eðlilega „varaliðið“ inn í seinni hálfleikinn til að hvíla sínar helstu stjörnur enda leikurinn fyrir löngu unninn. Franski varnarveggurinn hélt fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þar til Hvít-Rússar gengu á lagið gegn mátulega áhugalausum Frökkunum og skoruðu ellefu mörk á næstu tíu mínútum. Fleiri mörk en þeir skoruðu fyrstu 40 mínútur leiksins. Eftir að fá 67 prósent markvörslu í fyrri hálfleik frá Omeyer varði Vincent Gerard, markvörður Montpellier, aðeins sjö skot og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu. Nicola Karabatic endaði markahæstur hjá Frökkunum með níu mörk þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn en næstur kom Nedim Remili með fimm mörk. Hjá Hvíta-Rússlandi var Aliaksei Khadkevich markahæstur með níu mörk úr fjórtán skotum en í markinu varði Viachaslau Saldatsenka þrettán skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frakkar eru nú með fjögur stig í milliriðli eitt líkt og Noregur og Pólland. Þau mætast á morgun þegar Frakkar og Króatar eigast við en í kvöld mætast Makedónía og Króatía.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira