Viðskipti erlent

Lagarde sækist eftir öðru kjörtímabili

Sæunn Gísladóttir skrifar
Enginn augljós mótherji virðist standa í vegi fyrir því að Lagarde geti sinnt starfinu fram til ársins 2021.
Enginn augljós mótherji virðist standa í vegi fyrir því að Lagarde geti sinnt starfinu fram til ársins 2021. Vísir/EPA
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur staðfest að hún sækist eftir öðru kjörtímabili í starfi. Lagarde tók við starfinu fyrir tæpum fimm árum og sækist eftir því að halda embættinu í fimm ár í viðbót.

Kjörtímabil Lagarde rennur út þann fimmta júlí, en á miðvikudag hófst ferlið að finna framkvæmdastjóra til næstu fimm ára. Lagarde nýtur stuðnings Bretlands, Þýskalands, Kína, Frakklands og Kóreu, samkvæmt frétt BBC um málið.

Lagarde hefur átt í erfiðleikum undanfarið vegna hneykslismáls í tíð hennar sem fjármálaráðherra Frakklands. Hún hefur þurft að mæta frammi fyrir rétti til að verja greiðslu til auðjöfursins Bernard Tapie árið 2008.

Þrátt fyrir þetta virðist enginn augljós mótherji standa í vegi fyrir því að hún geti sinnt starfinu fram til ársins 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×