Formaður HSÍ hefur ekki áhyggjur af meintri hignun handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:45 Guðmundur B. Ólafsson, til vinstri, á blaðamannafundi HSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira