Google talið hafa komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 23:16 Sérfræðingur furðar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins. Vísir/EPA Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira