Danmörk í góðri stöðu eftir sigur á Spánverjum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2016 21:21 Jorge Maqueda í vandræðum gegn Mikkel Hansen í kvöld. vísir/getty Danmörk er komið í ansi góða stöðu í milliriðli tvö á EM í handbolta sem fer fram í Póllandi. Danmörk vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Spáni í mikilvægum leik fyrr í kvöld. Spánverjarnir byrjuðu mjög vel og voru komnir í 6-2 eftir tíu mínútna leik. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en leiddu með þremur mörkum í hálfleik 14-11. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Dana. Þeir jöfnuðu metin í 18-18, en Spánn skoraði ekki á ellefu mínútna kafla frá 42. mínútu til 53. mínútu og á meðan gengu Danir á lagið. Þeir náðu fimm marka forskoti með frábærum varnarleik og Niklas Landin í miklu stuði í markinu. Hinu megin hélt Arpad Sterbik Spánverjum á floti, en hann var magnaður í marki Spánverja og var valinn maður leiksins. Lokatölur 27-23. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar komnir í góð mál í milliriðli tvö. Þeir mæta Svíum á þriðjudag og svo Þjóðverjum á miðvikudag. Þeir eru nú á toppi riðilsins með sex stig, jafn mörg Þjóðverjar, en þeira eiga leik til góða á Þjóðverja. Spánverjar eru í þriðja sætinu með fjögur stig, en þeir mæta Ungverjalandi á þriðjudag og svo Rússlandi í lokaleiknum. Michael Damgaard var markahæstur hjá Dönum með sex mörk, en næstur kom Jesper Noddesbo með fimm mörk. Niklas Landin varði eins og berserkur, en hann varði 17 skot (43% markvarsla). Valero Rivera og Raul Entrerrios voru markahæstir hjá Spánverjum með fjögur mörk, en Arpad Sterbik var magnaður eins og fyrr segir. Hann varði 21 skot eða var með 45% markvörslu. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Danmörk er komið í ansi góða stöðu í milliriðli tvö á EM í handbolta sem fer fram í Póllandi. Danmörk vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Spáni í mikilvægum leik fyrr í kvöld. Spánverjarnir byrjuðu mjög vel og voru komnir í 6-2 eftir tíu mínútna leik. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en leiddu með þremur mörkum í hálfleik 14-11. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Dana. Þeir jöfnuðu metin í 18-18, en Spánn skoraði ekki á ellefu mínútna kafla frá 42. mínútu til 53. mínútu og á meðan gengu Danir á lagið. Þeir náðu fimm marka forskoti með frábærum varnarleik og Niklas Landin í miklu stuði í markinu. Hinu megin hélt Arpad Sterbik Spánverjum á floti, en hann var magnaður í marki Spánverja og var valinn maður leiksins. Lokatölur 27-23. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar komnir í góð mál í milliriðli tvö. Þeir mæta Svíum á þriðjudag og svo Þjóðverjum á miðvikudag. Þeir eru nú á toppi riðilsins með sex stig, jafn mörg Þjóðverjar, en þeira eiga leik til góða á Þjóðverja. Spánverjar eru í þriðja sætinu með fjögur stig, en þeir mæta Ungverjalandi á þriðjudag og svo Rússlandi í lokaleiknum. Michael Damgaard var markahæstur hjá Dönum með sex mörk, en næstur kom Jesper Noddesbo með fimm mörk. Niklas Landin varði eins og berserkur, en hann varði 17 skot (43% markvarsla). Valero Rivera og Raul Entrerrios voru markahæstir hjá Spánverjum með fjögur mörk, en Arpad Sterbik var magnaður eins og fyrr segir. Hann varði 21 skot eða var með 45% markvörslu.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56