Enginn Duncan með í kvöld þegar San Antonio og Golden State mætast loksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 20:00 Tim Duncan. Vísir/Getty Golden State Warriors og San Antonio Spurs hafa verið í nokkrum sérflokki í NBA-deildinni í vetur og hafa þau bæði unnið yfir 86 prósent leikja sinna sem er magnaður árangur í bestu körfuboltadeild í heimi. NBA-áhugafólk hefur því beðið spennt eftir að þessi tvö frábæru lið mætist loksins á þessu tímabili og í kvöld er komið að þessum fyrsta leik liðanna af fjórum. Nú er hinsvegar ljóst að San Antonio Spurs mætir ekki með sitt sterkasta lið í leikinn sem fer fram á heimavelli Golden State Warriors því goðsögnin Tim Duncan verður ekki með í leiknum. Tim Duncan er að glíma við eymsli í hægra hné og hefur misst aðeins af leikjum að undanförnu. Hann var þó með í sigri á Los Angeles Lakers á föstudaginn en Gregg Popovich ætlar að passa upp á gamla manninn og hvílir hann í kvöld. David West kemur væntanlega inn í byrjunarliðið fyrir Tim Duncan og þá mun serbneski miðherjinn Boban Marjanovic einnig fá fleiri mínútur. Tim Duncan er 39 ára gamall og á sínum nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur spilað 37 af 44 leikjum liðsins í vetur og er með 8,9 stig, 7,5 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 25,9 mínútum. Golden State Warriors vann fyrstu 24 leiki sína og er stanslaust borið saman við lið Chicago Bulls frá 1995-96 sem vann 72 af 82 leikjum. Það munar samt bara tveimur leikjum á Golden State Warriors (40-4) og San Antonio Spurs (38-6) en Spurs-liðið hefur nú unnið þrettán leiki í röð. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Golden State Warriors og San Antonio Spurs hafa verið í nokkrum sérflokki í NBA-deildinni í vetur og hafa þau bæði unnið yfir 86 prósent leikja sinna sem er magnaður árangur í bestu körfuboltadeild í heimi. NBA-áhugafólk hefur því beðið spennt eftir að þessi tvö frábæru lið mætist loksins á þessu tímabili og í kvöld er komið að þessum fyrsta leik liðanna af fjórum. Nú er hinsvegar ljóst að San Antonio Spurs mætir ekki með sitt sterkasta lið í leikinn sem fer fram á heimavelli Golden State Warriors því goðsögnin Tim Duncan verður ekki með í leiknum. Tim Duncan er að glíma við eymsli í hægra hné og hefur misst aðeins af leikjum að undanförnu. Hann var þó með í sigri á Los Angeles Lakers á föstudaginn en Gregg Popovich ætlar að passa upp á gamla manninn og hvílir hann í kvöld. David West kemur væntanlega inn í byrjunarliðið fyrir Tim Duncan og þá mun serbneski miðherjinn Boban Marjanovic einnig fá fleiri mínútur. Tim Duncan er 39 ára gamall og á sínum nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur spilað 37 af 44 leikjum liðsins í vetur og er með 8,9 stig, 7,5 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 25,9 mínútum. Golden State Warriors vann fyrstu 24 leiki sína og er stanslaust borið saman við lið Chicago Bulls frá 1995-96 sem vann 72 af 82 leikjum. Það munar samt bara tveimur leikjum á Golden State Warriors (40-4) og San Antonio Spurs (38-6) en Spurs-liðið hefur nú unnið þrettán leiki í röð.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira