Dagur: Við gefumst ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 08:00 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira