CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2016 12:15 Frá aðalmeðferð málsins í desember síðastliðnum. vísir/stefán Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu svokallaða að ósannað sé að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi gefið fyrirmæli um lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga fyrir samtals 250 milljónir evra og að ekki skyldi fjallað um þær í lánanefnd. Hins vegar þykir dóminum sum málsgagna geta bent til þess að aðrir kunni að hafa látið greiða veðköllin út án þess að um þau væri fjallað í lánanefnd og án vitneskju Hreiðars Más. Er þó ekki vikið að því í dómnum hverjir þessir aðrir geti verið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum sýknudóms fjölskipaðs héraðsdóms yfir þeim Hreiðari, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en dómur var kveðinn upp í máli þeirra í morgun. Ákærðir fyrir lánveitingar upp á 510 milljónir evra Sérstakur saksóknari ákærði þá fyrir umboðssvik þegar þeir veittu fjórum eignarhaldsfélögum lán upp á samtals 510 milljónir evra til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálag bankans en lánin voru einnig notuð til að mæta veðköllum Deutsche vegna kaupanna þegar skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Var þeim gefið að sök að hafa með lánveitingunum stefnt fé Kaupþings í verulega hættu þar sem ákæruvaldið vildi meina að þau hefðu verið veitt án viðeigandi trygginga, án þess að lánshæfi félaganna hefði verið metið og án þess að lánin færu fyrir þar til bærar lánanefndir. Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkurvísir/stefán Dómurinn tekur annars vegar afstöðu til ákæruliða 1 og 3 þar sem fjallað er um lánin til félaganna vegna skuldabréfakaupanna og svo hins vegar til ákæruliða 2 og 4 þar sem fjallað er um lánin sem veitt voru til að mæta veðköllum Deutsche Bank. Hvað varðar ákæruliði 1 og 3 er það niðurstaða dómsins að lánin hafi ekki verið veitt án trygginga og þar af leiðandi hafi Hreiðar, Sigurður og Magnús ekki stefnt fé bankans í verulega hættu. Bréfin hafi ekki verið stjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar Þessu til stuðnings er vísað í framburði ákærðu og vitna fyrir dómi sem sögðu að rafræn skuldabréf Deutsche Bank hafi, um leið og Kaupþing greiddi þau út með milligöngu Kaupþings í Lúxemborg, verið læst á vörslureikningum félaganna sem fengu lánin til kaupanna. Því hafi bréfin ekki verið stjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar en að mati dómsins eru þessir framburðir studdir málsgögnum og því sé ekki annað hægt en að byggja á þeim. Þá sé ekki annað að sjá en að þátttaka félaganna sem fengu lánin hafi verið til málamynda í viðskiptum á milli Kaupþings og Deutsche Bank. Þar af leiðandi hafi viðskiptin ekki haft aukna áhættu í för með sér fyrir Kaupþing „en stjórnendum þar á bæ hlaut, eins og allt var í pottinn búið að vera fullkunnugt um „lánshæfi“ félaganna. Þegar þetta er haft í huga, sem og það sem alkunna er, að Deutsche Bank var öflugur, alþjóðlegur banki, verður að telja að það sé rangt sem í ákærunni segir, að lánin til félaganna hafi verið veitt án trygginga.“ Björn Þorvaldsson saksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsinsVísir/Stefán Rannsókn sérstaks saksóknara gagnrýnd Þá er rannsókn sérstaks saksóknara gagnrýnd í niðurstöðu dómsins hvað varðar það atriði að lánin hafi verið veitt án trygginga. Er meðal annars rakið í dómnum að við yfirheyrslur yfir Hreiðari, Magnúsi og Sigurði árið 2010 hafi þeim verið kynnt að þeir væru grunaðir um að hafa veitt lánin án viðhlítandi trygginga en ekkert verið spurðir nánar út í það, til dæmis hvaða tryggingar hafi verið veittar fyrir lánunum. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar Kaupþings, hafi hins vegar verið spurður út í þetta í yfirheyrslu árið 2010 og svaraði hann því þá til að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið til tryggingar lánunum. Hvað varðar lán sem veitt voru félögunum vegna veðkalla Deutsche Bank þegar skuldatryggingarálag Kaupþings hækkaði telur dómurinn að sama skapi ósannað að með þeim hafi þremenningarnir misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Telur dómurinn meðal annars sannað að Magnús hafi ekki getað sagt starfsmönnum Kaupþings á Íslandi fyrir verkum þar sem hann var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi því ekki komið að veðkallsgreiðslunum með þeim hætti sem honum er gefið að sök í ákæru. Það sama á við um þátt Sigurðar en í niðurstöðu dómsins kemur fram að engin gögn hafi verið færð fram í málinu sem sanni aðkomu hans að ákvörðunum er varða veðkallsgreiðslur. Þá séu heldur engir framburði vitna í málinu sem beri um aðkomu Sigurðar. Halldór Bjarkar Lúðvígssonvísir/gva Framburður Halldórs Bjarkars um málið óstöðugur að mati dómsins Hvað varðar þátt Hreiðars Más í veðkallsgreiðslunum metur dómurinn framburð hans trúverðugan en framburðurinn stangaðist á við framburð lykilvitnis ákæruvaldsins, Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri hjá Kaupþingi og er núna framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka. Er það rakið í dómnum hvernig Halldór Bjarkar hélt því afdráttarlaust fram fyrir dómi að Hreiðar Már hefði gefið honum fyrirmæli um hverja einustu veðkallsgreiðslu nema þá síðustu „og að ákærði hafi áður fengið allar upplýsingar hjá sér um hvert og eitt veðkall í síma. Hafi ákærði mælt fyrir að þessar veðkallsgreiðslur skyldu ekki bornar undir lánanefnd,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Skemmst er frá því að segja að dómurinn telur ekki hægt að sakfella Hreiðar Má fyrir veðkallsgreiðslurnar þar sem hann hafi eindregið neitað því fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli um þær. Þá er vikið að því í dómnum að Halldór Bjarkar hafi verið óstöðugur í þeim skýrslum sem hann hefur gefið í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Verði að hafa þetta í huga þegar sönnunargildi skýrslna Halldórs Bjarkars er metið. Þá telur dómurinn það „eftirtektarvert“ að engin skrifleg fyrirmæli frá Hreiðari sé að finna í gögnum málsins um veðkallsgreiðslurnar. CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða. 30. nóvember 2015 20:11 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu svokallaða að ósannað sé að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi gefið fyrirmæli um lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga fyrir samtals 250 milljónir evra og að ekki skyldi fjallað um þær í lánanefnd. Hins vegar þykir dóminum sum málsgagna geta bent til þess að aðrir kunni að hafa látið greiða veðköllin út án þess að um þau væri fjallað í lánanefnd og án vitneskju Hreiðars Más. Er þó ekki vikið að því í dómnum hverjir þessir aðrir geti verið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum sýknudóms fjölskipaðs héraðsdóms yfir þeim Hreiðari, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en dómur var kveðinn upp í máli þeirra í morgun. Ákærðir fyrir lánveitingar upp á 510 milljónir evra Sérstakur saksóknari ákærði þá fyrir umboðssvik þegar þeir veittu fjórum eignarhaldsfélögum lán upp á samtals 510 milljónir evra til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálag bankans en lánin voru einnig notuð til að mæta veðköllum Deutsche vegna kaupanna þegar skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Var þeim gefið að sök að hafa með lánveitingunum stefnt fé Kaupþings í verulega hættu þar sem ákæruvaldið vildi meina að þau hefðu verið veitt án viðeigandi trygginga, án þess að lánshæfi félaganna hefði verið metið og án þess að lánin færu fyrir þar til bærar lánanefndir. Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkurvísir/stefán Dómurinn tekur annars vegar afstöðu til ákæruliða 1 og 3 þar sem fjallað er um lánin til félaganna vegna skuldabréfakaupanna og svo hins vegar til ákæruliða 2 og 4 þar sem fjallað er um lánin sem veitt voru til að mæta veðköllum Deutsche Bank. Hvað varðar ákæruliði 1 og 3 er það niðurstaða dómsins að lánin hafi ekki verið veitt án trygginga og þar af leiðandi hafi Hreiðar, Sigurður og Magnús ekki stefnt fé bankans í verulega hættu. Bréfin hafi ekki verið stjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar Þessu til stuðnings er vísað í framburði ákærðu og vitna fyrir dómi sem sögðu að rafræn skuldabréf Deutsche Bank hafi, um leið og Kaupþing greiddi þau út með milligöngu Kaupþings í Lúxemborg, verið læst á vörslureikningum félaganna sem fengu lánin til kaupanna. Því hafi bréfin ekki verið stjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar en að mati dómsins eru þessir framburðir studdir málsgögnum og því sé ekki annað hægt en að byggja á þeim. Þá sé ekki annað að sjá en að þátttaka félaganna sem fengu lánin hafi verið til málamynda í viðskiptum á milli Kaupþings og Deutsche Bank. Þar af leiðandi hafi viðskiptin ekki haft aukna áhættu í för með sér fyrir Kaupþing „en stjórnendum þar á bæ hlaut, eins og allt var í pottinn búið að vera fullkunnugt um „lánshæfi“ félaganna. Þegar þetta er haft í huga, sem og það sem alkunna er, að Deutsche Bank var öflugur, alþjóðlegur banki, verður að telja að það sé rangt sem í ákærunni segir, að lánin til félaganna hafi verið veitt án trygginga.“ Björn Þorvaldsson saksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsinsVísir/Stefán Rannsókn sérstaks saksóknara gagnrýnd Þá er rannsókn sérstaks saksóknara gagnrýnd í niðurstöðu dómsins hvað varðar það atriði að lánin hafi verið veitt án trygginga. Er meðal annars rakið í dómnum að við yfirheyrslur yfir Hreiðari, Magnúsi og Sigurði árið 2010 hafi þeim verið kynnt að þeir væru grunaðir um að hafa veitt lánin án viðhlítandi trygginga en ekkert verið spurðir nánar út í það, til dæmis hvaða tryggingar hafi verið veittar fyrir lánunum. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar Kaupþings, hafi hins vegar verið spurður út í þetta í yfirheyrslu árið 2010 og svaraði hann því þá til að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið til tryggingar lánunum. Hvað varðar lán sem veitt voru félögunum vegna veðkalla Deutsche Bank þegar skuldatryggingarálag Kaupþings hækkaði telur dómurinn að sama skapi ósannað að með þeim hafi þremenningarnir misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Telur dómurinn meðal annars sannað að Magnús hafi ekki getað sagt starfsmönnum Kaupþings á Íslandi fyrir verkum þar sem hann var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi því ekki komið að veðkallsgreiðslunum með þeim hætti sem honum er gefið að sök í ákæru. Það sama á við um þátt Sigurðar en í niðurstöðu dómsins kemur fram að engin gögn hafi verið færð fram í málinu sem sanni aðkomu hans að ákvörðunum er varða veðkallsgreiðslur. Þá séu heldur engir framburði vitna í málinu sem beri um aðkomu Sigurðar. Halldór Bjarkar Lúðvígssonvísir/gva Framburður Halldórs Bjarkars um málið óstöðugur að mati dómsins Hvað varðar þátt Hreiðars Más í veðkallsgreiðslunum metur dómurinn framburð hans trúverðugan en framburðurinn stangaðist á við framburð lykilvitnis ákæruvaldsins, Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri hjá Kaupþingi og er núna framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka. Er það rakið í dómnum hvernig Halldór Bjarkar hélt því afdráttarlaust fram fyrir dómi að Hreiðar Már hefði gefið honum fyrirmæli um hverja einustu veðkallsgreiðslu nema þá síðustu „og að ákærði hafi áður fengið allar upplýsingar hjá sér um hvert og eitt veðkall í síma. Hafi ákærði mælt fyrir að þessar veðkallsgreiðslur skyldu ekki bornar undir lánanefnd,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Skemmst er frá því að segja að dómurinn telur ekki hægt að sakfella Hreiðar Má fyrir veðkallsgreiðslurnar þar sem hann hafi eindregið neitað því fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli um þær. Þá er vikið að því í dómnum að Halldór Bjarkar hafi verið óstöðugur í þeim skýrslum sem hann hefur gefið í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Verði að hafa þetta í huga þegar sönnunargildi skýrslna Halldórs Bjarkars er metið. Þá telur dómurinn það „eftirtektarvert“ að engin skrifleg fyrirmæli frá Hreiðari sé að finna í gögnum málsins um veðkallsgreiðslurnar.
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða. 30. nóvember 2015 20:11 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða. 30. nóvember 2015 20:11
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35