Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 14:30 Mikkel Hansel, Michael Damgaard og uppfinningamaðurinn Guðmundur Guðmundsson. vísir/epa/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30
Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15