Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2016 17:00 Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson við aðalmeðferð málsins í desember síðastliðnum. vísir/stefán Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. Hreiðar var ákærður fyrir umboðssvik ásamt þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en málið snerist um 510 milljóna evra lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa skömmu fyrir hrun. Að mati Harðar er það athyglisvert hversu þýðingarmikið það var fyrir úrlausn málsins að ákærðu skyldu fá aðgang að tölvupósthólfi Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, þáverandi viðskiptastjóra hjá Kaupþingi, sem og tölvupósthólfi annars viðskiptastjóra, en ákæruvaldið hafði hafnað því að þeir fengu aðgang að pósthólfunum. Verjendur fóru því fram á það fyrir dómi að fá aðgang að gögnunum og var fallist á það. Gögnin sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga „Þótt að við höfum aðeins fengið aðgang að brotabroti að þessum gögnum þá verður þetta til þess að okkur tekst á örfáum klukkustundum að finna gögn sem sýndu það, að mínu mati þannig að ekki verður um villst, að skuldabréfin sem um var deilt í þessu máli voru veðsett í bak og fyrir, það er tryggilega varðveitt á veðsettum reikningi hjá Kaupþingi í Lúxemborg,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann segir þetta merkilegt í því ljósi að ákært hafi verið fyrir að lána án nokkurra trygginga. „Kannski finnst mönnum þetta ekki merkilegt eða alvarlegt en þarna skila sér ekki inn í málið gögn sem skipta grundvallaratriði varðandi niðurstöðu dómsins.“ Öryggisatriði að fá aðgang að gögnum CLN-málið er ekki fyrsta Kaupþingsmálið þar sem sakborningar fara fram á að fá aðgang að gögnum sem ákæruvaldið hefur ekki sett inn í málið. Þetta var þó í fyrsta skipti sem dómari féllst á að veita gagnaaðgang og veltir Hörður því fyrir sér, í ljósi þess hvaða afleiðingar það hafði í málinu, hvað kynni að hafa orðið ef það sama hefði verið upp á teningnum í öðrum málum. „Þetta er náttúrulega rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum. Ég er ekki að segja að það sé viljandi, en það er svo mikið öryggisatriði að verjendur fái þennan aðgang einmitt til þess að reyna að ganga úr skugga um það að það sé ekkert þarna sem að hafi ekki skilað sér inn í málið en skipti máli fyrir þeirra skjólstæðinga.“ „Óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið“ Undir þetta taka bæði Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar. Kristín segir dóminn ekki koma á óvart enda sé hann í samræmi við það sem Magnús hafi sagt frá upphafi. Þá segir Kristín jafnframt ánægjulegt að sjá hversu skýr og afdráttarlaus rökstuðningur dómsins sé fyrir sýknu Magnúsar. „Auk þess sýnir dómurinn hversu mikilvægt það er að þau mannréttindi sakaðra manna að hafa aðgang að gögnum máls séu virt þannig að ákæruvaldið hafi ekki sjálfdæmi um hvaða rannsóknargögn liggi fyrir dómi og hver ekki,“ segir Kristín. Gestur segist mjög ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann segir það greinilega hafa haft mikil áhrif á niðurstöðuna að ákærðu fengu aðgang að tölvupósthólfunum tveimur, en í þeim komi skýrt fram að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið veðsett, þvert á það sem haldið er fram í ákæru. „Áhyggjuefnið er auðvitað það að það er eiginlega óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið án þess að það komi fram í ákæru,“ segir Gestur. Aðspurður segist hann þó ekki geta sagt til um það hvort gögnunum hafi verið haldið vísvitandi frá. Það eina sem liggi ljóst fyrir sé að ákæruvaldið hafi haft aðgang að umræddum gögnum sem sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. Hreiðar var ákærður fyrir umboðssvik ásamt þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en málið snerist um 510 milljóna evra lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa skömmu fyrir hrun. Að mati Harðar er það athyglisvert hversu þýðingarmikið það var fyrir úrlausn málsins að ákærðu skyldu fá aðgang að tölvupósthólfi Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, þáverandi viðskiptastjóra hjá Kaupþingi, sem og tölvupósthólfi annars viðskiptastjóra, en ákæruvaldið hafði hafnað því að þeir fengu aðgang að pósthólfunum. Verjendur fóru því fram á það fyrir dómi að fá aðgang að gögnunum og var fallist á það. Gögnin sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga „Þótt að við höfum aðeins fengið aðgang að brotabroti að þessum gögnum þá verður þetta til þess að okkur tekst á örfáum klukkustundum að finna gögn sem sýndu það, að mínu mati þannig að ekki verður um villst, að skuldabréfin sem um var deilt í þessu máli voru veðsett í bak og fyrir, það er tryggilega varðveitt á veðsettum reikningi hjá Kaupþingi í Lúxemborg,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann segir þetta merkilegt í því ljósi að ákært hafi verið fyrir að lána án nokkurra trygginga. „Kannski finnst mönnum þetta ekki merkilegt eða alvarlegt en þarna skila sér ekki inn í málið gögn sem skipta grundvallaratriði varðandi niðurstöðu dómsins.“ Öryggisatriði að fá aðgang að gögnum CLN-málið er ekki fyrsta Kaupþingsmálið þar sem sakborningar fara fram á að fá aðgang að gögnum sem ákæruvaldið hefur ekki sett inn í málið. Þetta var þó í fyrsta skipti sem dómari féllst á að veita gagnaaðgang og veltir Hörður því fyrir sér, í ljósi þess hvaða afleiðingar það hafði í málinu, hvað kynni að hafa orðið ef það sama hefði verið upp á teningnum í öðrum málum. „Þetta er náttúrulega rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum. Ég er ekki að segja að það sé viljandi, en það er svo mikið öryggisatriði að verjendur fái þennan aðgang einmitt til þess að reyna að ganga úr skugga um það að það sé ekkert þarna sem að hafi ekki skilað sér inn í málið en skipti máli fyrir þeirra skjólstæðinga.“ „Óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið“ Undir þetta taka bæði Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar. Kristín segir dóminn ekki koma á óvart enda sé hann í samræmi við það sem Magnús hafi sagt frá upphafi. Þá segir Kristín jafnframt ánægjulegt að sjá hversu skýr og afdráttarlaus rökstuðningur dómsins sé fyrir sýknu Magnúsar. „Auk þess sýnir dómurinn hversu mikilvægt það er að þau mannréttindi sakaðra manna að hafa aðgang að gögnum máls séu virt þannig að ákæruvaldið hafi ekki sjálfdæmi um hvaða rannsóknargögn liggi fyrir dómi og hver ekki,“ segir Kristín. Gestur segist mjög ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann segir það greinilega hafa haft mikil áhrif á niðurstöðuna að ákærðu fengu aðgang að tölvupósthólfunum tveimur, en í þeim komi skýrt fram að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið veðsett, þvert á það sem haldið er fram í ákæru. „Áhyggjuefnið er auðvitað það að það er eiginlega óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið án þess að það komi fram í ákæru,“ segir Gestur. Aðspurður segist hann þó ekki geta sagt til um það hvort gögnunum hafi verið haldið vísvitandi frá. Það eina sem liggi ljóst fyrir sé að ákæruvaldið hafi haft aðgang að umræddum gögnum sem sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15