Ríkið vill svipta flugvirkja Samgöngustofu samningsréttinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 18:40 Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum. Verkfall 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum.
Verkfall 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira