Hraustleikamerki á markaði stjórnarmaðurinn skrifar 27. janúar 2016 07:00 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlegt og það kann að hljóma er þetta sennilega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Shanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Allajafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfamörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rússlandi og mörgum olíuríkja Austurlanda nær. Þessi lönd hafa gegnt mikilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftirvæntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hlutabréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuldsett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjármagna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með einstökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Icelandair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlegt og það kann að hljóma er þetta sennilega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Shanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Allajafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfamörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rússlandi og mörgum olíuríkja Austurlanda nær. Þessi lönd hafa gegnt mikilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftirvæntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hlutabréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuldsett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjármagna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með einstökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Icelandair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira