Króatía er komið áfram í undanúrslitin á EM í handbolta eftir ótrúlegan sigur á gestgjöfum Pólverja í kvöld.
Króatía þurfti að vinna ellefu marka sigur á Póllandi til að komast áfram en það varð ljóst eftir sigur Noregs á Frakklandi fyrr í dag.
Sjá einnig: Dagur mætir Noregi í undanúrslitum
Króatía var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10, og setti svo í fluggír í seinni hálfleik og vann að lokum fjórtán marka sigur, 37-23.
Manuel Strlek átti frábæran leik og skoraði ellefu mörk og en næstur kom Mario Maric með sjö mörk. Ivan Stevanovic átti svo fínan leik í markinu og varði þrettán skot.
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit

Tengdar fréttir

Noregur í undanúrslit í fyrsta sinn
Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakklands steinlágu óvænt fyrir spræku liði Norðmanna.

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.