Dagur, hvernig ferðu að þessu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira