Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 18:00 Dagur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti