Pontumajónes Ívar Halldórsson skrifar 10. janúar 2016 21:37 Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember)
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar