Innlent

Einstakt myndband af Jökulsárlóni fyllast af ís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veðrið var sérstaklega fallegt í gær.
Veðrið var sérstaklega fallegt í gær. Mynd/Owen Hunt
Leiðsögumaðurinn Owen Hunt hefur verið fastagestur í Jökulsárlóni frá árinu 1984. Hann segist aldrei hafa séð jafnmikinn ís flytjast með ánni inn í lónið á flóði eins og gerðist í gær.

Hunt, sem áður hefur verið viðmælandi Vísis í fréttum og meðal annars varað við því að ferðamenn stígi út á klakann við lónið, var á svæðinu í gær og tók meðfylgjandi myndband og myndir. Frá því hann heimsótti lónið fyrst hafi aldrei verið jafnmikinn ís að finna, hvorki í flæðamálinu né lóninu.

Myndir segja meira en mörg orð og ekki síður myndbandið sem sjá má hér að neðan.

Ekki spillti fyrir heiðskír himinn og sólin.Mynd/Owen Hunt
Magn íss í fjörunni er afar mikið.Mynd/Owen Hunt
Klakarnir eru af öllum stærðum.Mynd/Owen Hunt
Sól slær silfri á Suðurlandið.Mynd/Owen Hunt
Svo settist sólin.Mynd/Owen Hunt
Fegurðin var mikil.Mynd/Owen Hunt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×