Aðeins örfáir vinir vissu af veikindum Bowie Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 21:10 Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Vísir/Getty Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““ Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira
Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““
Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30
Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23
Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54