Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 08:23 David Bowie fór mjög fögrum orðum um land og þjóð á MTV skjáskot Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður. Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður.
Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13