Sólmyrkva-Sævar eltir sólmyrkva yfir hálfan hnöttinn Atli ísleifsson skrifar 12. janúar 2016 13:37 Sævar Helgi hyggur á ferð til Bandaríkjanna á næsta ári til að upplifa annan sólmyrkva. Vísir/AFP/GVA „Þetta er eitthvað sem okkur hefur lengi dreymt um að upplifa,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem mun fara utan til Indónesíu í mars til að verða vitni að almyrkva á sólu. Sævar Helgi heldur í langferð með þeim Gísla Má Árnasyni og Hermanni Hafsteinssyni, félögum hans úr stjörnuskoðunarfélaginu, sem stóðu með honum að því að útvega öllum grunnskólabörnum landsins sólmyrkvagleraugu þegar deildarmyrkvi var á sólu sem sást frá Íslandi í mars á síðasta ári. Sævar Helgi segir að sólmyrkvinn á þessu ári verði 9. mars sem muni sjást frá Indónesíu. „Þar sem við verðum verður almyrkvi í þrjár mínútur og sautján sekúndur eða svo. Okkur fannst sólmyrkvinn í mars svo skemmtilegur að við ákváðum að skella okkur út til Indónesíu til að elta myrkva í fyrsta skipti. Við erum vonandi að fara að sjá almyrkva í fyrsta sinn. Það er náttúrulega allt annað en að sjá deildarmyrkva eins og var á Íslandi á síðasta ári.“ Orðinn sólmyrkva-eltirSævar Helgi segir þá félaga hlakka mikið til og að framundan sé mikið ferðalag. „Þeir sem hafa upplifað svona myrkva segja það ótrúlega fallegt og ógleymanlegt þannig að við höldum að það sé alveg þess virði.“ Sólmyrkvar sjást að meðaltali um einu sinni á ári, einhvers staðar á jörðinni. „Á þessu ári er það í Indónesíu og á næsta ári verður það í Bandaríkjunum. Við ætlum líka að fara þangað. Ég er því orðinn svona „eclipse-chaser“ eða „sólmyrkva-eltir“ eða hvað við eigum að kalla þetta. Mér finnst þetta alla vega það tilkomumikið og heillandi að ég er tilbúinn að leggja í langt ferðalag – líka til að sjá og upplifa nýtt land. Þetta er auðvitað tækifæri til að ferðast í leiðinni.“ Sævar Helgi flutti inn hálft tonn af sólmyrkvagleraugum á síðasta ári og voru þau um 66 þúsund talsins. þau voru afhent öllum grunnskólabörnum og -kennurum landsins.Vísir/GVA Búinn að elta myrkva í þrjátíu árSævar Helgi segir að þeir félagar muni fyrst fljúga um Amsterdam til Doha í Katar. „Þar ætlum við okkur að vera í einn dag og skoða okkur aðeins um. Svo fljúgum við indónesísku höfuðborgarinnar Jakarta og þaðan fljúgum við til lítillar eyju sem heitir Ternate. Þar munum við hitta franskan vin okkar sem er búinn að elta alla sólmyrkva síðustu þrjátíu árin og hóp af vísindamönnum sem rannsaka sólina við sólmyrkva. Við ætlum að vera með þeim í tvo, þrjá daga og njóta lífsins.“ Hann segir ástæðu þess að þeir félagar fari til þessarar litlu eyju sé að þessi franski vinur þeirra sé búinn að fara reglulega þangað og kanna aðstæður. „Hann hefur kannað hvernig veðrið var á sama tíma í fyrra og svo framvegis. Við ætlum að gæta þess að það sé ekkert sem skyggir sýn. El Niño mun líka auka líkurnar á að það muni sjást vel til myrkvans. Á þessum slóðum eru jafnan 60 til 70 prósent líkur á að það sé skýjað, en El Niño-ári þá er þessi hluti heimsins þurr og sólríkur. Því eru um fimmtíu prósent líkur á að sjáist í heiðan himin.“ Og þú ert alveg reiðubúinn að taka þessa áhættu? „Já, já. Miklu meira en það. Ef við sjáum ekki neitt, þá sjáum við ekki neitt. En ef við sjáum eitthvað þá er það alveg frábært.“ Sævar Helgi segist ætla að taka nokkur eintök af sólmyrkvagleraugunum frægu með í ferðina. „Ég mun jafnvel gefa nokkrum skólabörnum í nágrenninu einhver gleraugu. Ég ætla reyndar líka að taka sólarsjónauka með sem ég ætla að gefa skóla á eyjunni. Svo tökum við náttúrulega myndavélar, sjónauka og fleira þess háttar til að fylgjast almennilega með þessu.“ Sævar Helgi segir að ferðin verði vel skrásett og vonandi verði hægt að vinna eitthvert sjónvarpsefni úr þessu. „Ef einhver hefur áhuga á því þá erum við að gæla við það. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og við hlökkum mikið til.“ Geimurinn Íslendingar erlendis Indónesía Sólin Tunglið Tengdar fréttir Myrkvinn stóðst allar væntingar Sævars Helga Almyrkvi varð á tungli í nótt, og sást hann vel frá Íslandi. 28. september 2015 12:43 Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Sævar Helgi Bragason segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. 12. desember 2015 13:08 New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 Horfir til himins og spáir í stjörnurnar Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði í vísindasmiðju Háskóla Íslands, þekkir leyndardóma himingeimsins flestum Íslendingum betur og fræðir okkur fúslega um stjörnurnar sem prýða hann. 22. nóvember 2015 09:15 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem okkur hefur lengi dreymt um að upplifa,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem mun fara utan til Indónesíu í mars til að verða vitni að almyrkva á sólu. Sævar Helgi heldur í langferð með þeim Gísla Má Árnasyni og Hermanni Hafsteinssyni, félögum hans úr stjörnuskoðunarfélaginu, sem stóðu með honum að því að útvega öllum grunnskólabörnum landsins sólmyrkvagleraugu þegar deildarmyrkvi var á sólu sem sást frá Íslandi í mars á síðasta ári. Sævar Helgi segir að sólmyrkvinn á þessu ári verði 9. mars sem muni sjást frá Indónesíu. „Þar sem við verðum verður almyrkvi í þrjár mínútur og sautján sekúndur eða svo. Okkur fannst sólmyrkvinn í mars svo skemmtilegur að við ákváðum að skella okkur út til Indónesíu til að elta myrkva í fyrsta skipti. Við erum vonandi að fara að sjá almyrkva í fyrsta sinn. Það er náttúrulega allt annað en að sjá deildarmyrkva eins og var á Íslandi á síðasta ári.“ Orðinn sólmyrkva-eltirSævar Helgi segir þá félaga hlakka mikið til og að framundan sé mikið ferðalag. „Þeir sem hafa upplifað svona myrkva segja það ótrúlega fallegt og ógleymanlegt þannig að við höldum að það sé alveg þess virði.“ Sólmyrkvar sjást að meðaltali um einu sinni á ári, einhvers staðar á jörðinni. „Á þessu ári er það í Indónesíu og á næsta ári verður það í Bandaríkjunum. Við ætlum líka að fara þangað. Ég er því orðinn svona „eclipse-chaser“ eða „sólmyrkva-eltir“ eða hvað við eigum að kalla þetta. Mér finnst þetta alla vega það tilkomumikið og heillandi að ég er tilbúinn að leggja í langt ferðalag – líka til að sjá og upplifa nýtt land. Þetta er auðvitað tækifæri til að ferðast í leiðinni.“ Sævar Helgi flutti inn hálft tonn af sólmyrkvagleraugum á síðasta ári og voru þau um 66 þúsund talsins. þau voru afhent öllum grunnskólabörnum og -kennurum landsins.Vísir/GVA Búinn að elta myrkva í þrjátíu árSævar Helgi segir að þeir félagar muni fyrst fljúga um Amsterdam til Doha í Katar. „Þar ætlum við okkur að vera í einn dag og skoða okkur aðeins um. Svo fljúgum við indónesísku höfuðborgarinnar Jakarta og þaðan fljúgum við til lítillar eyju sem heitir Ternate. Þar munum við hitta franskan vin okkar sem er búinn að elta alla sólmyrkva síðustu þrjátíu árin og hóp af vísindamönnum sem rannsaka sólina við sólmyrkva. Við ætlum að vera með þeim í tvo, þrjá daga og njóta lífsins.“ Hann segir ástæðu þess að þeir félagar fari til þessarar litlu eyju sé að þessi franski vinur þeirra sé búinn að fara reglulega þangað og kanna aðstæður. „Hann hefur kannað hvernig veðrið var á sama tíma í fyrra og svo framvegis. Við ætlum að gæta þess að það sé ekkert sem skyggir sýn. El Niño mun líka auka líkurnar á að það muni sjást vel til myrkvans. Á þessum slóðum eru jafnan 60 til 70 prósent líkur á að það sé skýjað, en El Niño-ári þá er þessi hluti heimsins þurr og sólríkur. Því eru um fimmtíu prósent líkur á að sjáist í heiðan himin.“ Og þú ert alveg reiðubúinn að taka þessa áhættu? „Já, já. Miklu meira en það. Ef við sjáum ekki neitt, þá sjáum við ekki neitt. En ef við sjáum eitthvað þá er það alveg frábært.“ Sævar Helgi segist ætla að taka nokkur eintök af sólmyrkvagleraugunum frægu með í ferðina. „Ég mun jafnvel gefa nokkrum skólabörnum í nágrenninu einhver gleraugu. Ég ætla reyndar líka að taka sólarsjónauka með sem ég ætla að gefa skóla á eyjunni. Svo tökum við náttúrulega myndavélar, sjónauka og fleira þess háttar til að fylgjast almennilega með þessu.“ Sævar Helgi segir að ferðin verði vel skrásett og vonandi verði hægt að vinna eitthvert sjónvarpsefni úr þessu. „Ef einhver hefur áhuga á því þá erum við að gæla við það. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og við hlökkum mikið til.“
Geimurinn Íslendingar erlendis Indónesía Sólin Tunglið Tengdar fréttir Myrkvinn stóðst allar væntingar Sævars Helga Almyrkvi varð á tungli í nótt, og sást hann vel frá Íslandi. 28. september 2015 12:43 Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Sævar Helgi Bragason segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. 12. desember 2015 13:08 New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 Horfir til himins og spáir í stjörnurnar Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði í vísindasmiðju Háskóla Íslands, þekkir leyndardóma himingeimsins flestum Íslendingum betur og fræðir okkur fúslega um stjörnurnar sem prýða hann. 22. nóvember 2015 09:15 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Myrkvinn stóðst allar væntingar Sævars Helga Almyrkvi varð á tungli í nótt, og sást hann vel frá Íslandi. 28. september 2015 12:43
Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Sævar Helgi Bragason segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. 12. desember 2015 13:08
New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05
Horfir til himins og spáir í stjörnurnar Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði í vísindasmiðju Háskóla Íslands, þekkir leyndardóma himingeimsins flestum Íslendingum betur og fræðir okkur fúslega um stjörnurnar sem prýða hann. 22. nóvember 2015 09:15
„Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43