Samkeppni er óttalegt vesen skjóðan skrifar 13. janúar 2016 08:00 Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin? Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin?
Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira