Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 23:34 Lögregla í Köln hefur haft í nægu að snúast frá áramótum. Vísir/Getty Yfirvöld í Þýskalandi segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. Áform þýskra stjórnvalda eru lögð fram í kjölfar hrottalegra árása á konur í borginni Köln á gamlárskvöld. Árásirnar hafa vakið óhug í Þýskalandi en enginn þeirra nítján sem grunaðir eru um þær er þýskur ríkisborgari. Þjóðverjar tóku á móti rúmlega milljón hælisleitendum í fyrra og kenna öfgasamtök á borð við Pegida straumi flóttamanna inn í landið um árásirnar.Sjá einnig: Íslendingur í Köln - „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að markmiðið með fyrirhuguðu breytingunum sé að auðvelda framsal erlendra glæpamanna og að draga til baka veitt hæli í ákveðnum tilvikum. Hann leggur þó áherslu á það að ekki allir flóttamenn séu grunaðir glæpamenn. Þá segir Maas að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt þýskri löggjöf sé of þröng og hana þurfi að víkka. Lögregla í Köln segir að nærri helmingur þeirra 533 kæra sem lögreglu barst frá konum eftir árásirnar snúi að meintum kynferðisbrotum. Flóttamenn Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. Áform þýskra stjórnvalda eru lögð fram í kjölfar hrottalegra árása á konur í borginni Köln á gamlárskvöld. Árásirnar hafa vakið óhug í Þýskalandi en enginn þeirra nítján sem grunaðir eru um þær er þýskur ríkisborgari. Þjóðverjar tóku á móti rúmlega milljón hælisleitendum í fyrra og kenna öfgasamtök á borð við Pegida straumi flóttamanna inn í landið um árásirnar.Sjá einnig: Íslendingur í Köln - „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að markmiðið með fyrirhuguðu breytingunum sé að auðvelda framsal erlendra glæpamanna og að draga til baka veitt hæli í ákveðnum tilvikum. Hann leggur þó áherslu á það að ekki allir flóttamenn séu grunaðir glæpamenn. Þá segir Maas að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt þýskri löggjöf sé of þröng og hana þurfi að víkka. Lögregla í Köln segir að nærri helmingur þeirra 533 kæra sem lögreglu barst frá konum eftir árásirnar snúi að meintum kynferðisbrotum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00
Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent