Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2016 05:00 Henriette Reker, borgarstjóri í Köln, vakti furðu fyrir ráðleggingar sínar. vísir/epa Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira