Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2016 08:59 Bowie sagði við Björk eitthvað á þá leið að hann hafi löngum velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl að verpa. Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Tónlistarkonan Björk biður þess að David Bowie megi hvíla í friði en upplýsir jafnframt að það hafi verið Bowie sem einkum og sérílagi ber ábyrgð á því að hún klæddist hinum fræga svanakjóli sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna árið 2001. Ástæðan má heita frumleg, Björk segir að Bowie hafi alltaf sagt við sig eitthvað á þá leið að hann hafi alltaf velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl sem væri að verpa.Af Facbooksíðu Bjarkar.„RIP David Bowie. It is true that he was the one who inspired me to wear my swan dress at the Academy Awards. He told me "I always wondered what you would look like as a bird laying eggs.“ Svo segir Björk á sinni Facebooksíðu. Fjöldi Íslendinga, líkt og öll heimsbyggðin, hefur grátið Bowie í vikunni en nú er sem sagt komið á daginn að það má kenna honum um það að óskabarn þjóðarinnar fetaði rauða dregilinn klædd hinum umdeilda svanakjól, eða þakka – eftir atvikum. Eins og þeir vita sem fylgjast með Óskarsverðlaunaafhendingunni tengist hátíðinni mikið stóð tískufólks sem veit fátt merkilegra í lífinu og tilverunni en mæna í kjóla þeirra frægðarkvenna sem mæta á verðlaunaafhendinguna. Kjóll Bjarkar vakti á sínum tíma gríðarlega athygli, hneykslan margra en var, í mikilli úttekt og könnun Debenhams, sem birt var í The Daily Telegraph 2008, kosinn níundi minnisstæðasti kjóll sem nokkur hefur klæðst á rauða dreglinum. Tíska og hönnun Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Tónlistarkonan Björk biður þess að David Bowie megi hvíla í friði en upplýsir jafnframt að það hafi verið Bowie sem einkum og sérílagi ber ábyrgð á því að hún klæddist hinum fræga svanakjóli sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna árið 2001. Ástæðan má heita frumleg, Björk segir að Bowie hafi alltaf sagt við sig eitthvað á þá leið að hann hafi alltaf velt því fyrir sér hvernig hún liti út sem fugl sem væri að verpa.Af Facbooksíðu Bjarkar.„RIP David Bowie. It is true that he was the one who inspired me to wear my swan dress at the Academy Awards. He told me "I always wondered what you would look like as a bird laying eggs.“ Svo segir Björk á sinni Facebooksíðu. Fjöldi Íslendinga, líkt og öll heimsbyggðin, hefur grátið Bowie í vikunni en nú er sem sagt komið á daginn að það má kenna honum um það að óskabarn þjóðarinnar fetaði rauða dregilinn klædd hinum umdeilda svanakjól, eða þakka – eftir atvikum. Eins og þeir vita sem fylgjast með Óskarsverðlaunaafhendingunni tengist hátíðinni mikið stóð tískufólks sem veit fátt merkilegra í lífinu og tilverunni en mæna í kjóla þeirra frægðarkvenna sem mæta á verðlaunaafhendinguna. Kjóll Bjarkar vakti á sínum tíma gríðarlega athygli, hneykslan margra en var, í mikilli úttekt og könnun Debenhams, sem birt var í The Daily Telegraph 2008, kosinn níundi minnisstæðasti kjóll sem nokkur hefur klæðst á rauða dreglinum.
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira