Hafa aldrei unnið næsta leik eftir sigur á Norðmönnum á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 12:00 Róbert Gunnarsson í sigurleiknum á móti Noregi. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 26-25 sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi á föstudagskvöldið en eftir hvíldardag í gær mæta íslensku strákarnir Hvít-Rússum í dag. Strákarnir geta náð sögulegum sigri á móti Hvíta-Rússlandi í dag. Það hefur verið hægt að treysta á sigur á móti Noregi á síðustu stórmótum en það hefur líka skapast sú hefð að íslenska liðið hefur aldrei unnið næsta leik á eftir sigurleik á móti norska liðinu. Íslenska landsliðið hefur með sigrinum á Norðmönnum á föstudaginn unnið sex sigra í sjö leikjum á móti Noregi á stórmótum þar af alla fimm leiki liðanna frá eina tapinu á EM í Sviss 2006. Íslenska liðið hefur tapað fjórum sinnum í næsta leik eftir þessa fimm sigra á norska landsliðinu en náði bestum árangri fyrir tveimur árum þegar liðið náði jafntefli við Ungverja. Það var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tapaði ekki næsta leik eftir að hafa unnið Norðmenn á stórmóti. Nú er bara að vona að strákarnir okkar haldi haus eftir sigurinn á Norðmönnum og klári leikinn á móti Hvít-Rússum í dag sem myndir ekki bara tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðli heldur væri einnig öruggt að liðið myndi taka með sér tvö stig.Sigurleikir á Noregi á stórmótum og næsti leikur á eftir: EM í Danmörku 2014 31-26 sigur á NoregiNæsti leikur: 27-27 jafntefli við Ungverjaland EM í Serbíu 2012 34-32 sigur á NoregiNæsti leikur: 32-34 tap á móti Slóveníu HM í Svíþjóð 2012 29-22 sigur á NoregiNæsti leikur: 24-27 tap á móti Þýskalandi EM í Austurríki 2010 35-34 sigur á NoregiNæsti leikur: 28-36 tap á móti Frakklandi HM í Kumamoto 1997 32-28 sigur á NoregiNæsti leikur: 25-26 tap á móti UngverjalandiEkki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 26-25 sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi á föstudagskvöldið en eftir hvíldardag í gær mæta íslensku strákarnir Hvít-Rússum í dag. Strákarnir geta náð sögulegum sigri á móti Hvíta-Rússlandi í dag. Það hefur verið hægt að treysta á sigur á móti Noregi á síðustu stórmótum en það hefur líka skapast sú hefð að íslenska liðið hefur aldrei unnið næsta leik á eftir sigurleik á móti norska liðinu. Íslenska landsliðið hefur með sigrinum á Norðmönnum á föstudaginn unnið sex sigra í sjö leikjum á móti Noregi á stórmótum þar af alla fimm leiki liðanna frá eina tapinu á EM í Sviss 2006. Íslenska liðið hefur tapað fjórum sinnum í næsta leik eftir þessa fimm sigra á norska landsliðinu en náði bestum árangri fyrir tveimur árum þegar liðið náði jafntefli við Ungverja. Það var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tapaði ekki næsta leik eftir að hafa unnið Norðmenn á stórmóti. Nú er bara að vona að strákarnir okkar haldi haus eftir sigurinn á Norðmönnum og klári leikinn á móti Hvít-Rússum í dag sem myndir ekki bara tryggja íslenska liðinu sæti í milliriðli heldur væri einnig öruggt að liðið myndi taka með sér tvö stig.Sigurleikir á Noregi á stórmótum og næsti leikur á eftir: EM í Danmörku 2014 31-26 sigur á NoregiNæsti leikur: 27-27 jafntefli við Ungverjaland EM í Serbíu 2012 34-32 sigur á NoregiNæsti leikur: 32-34 tap á móti Slóveníu HM í Svíþjóð 2012 29-22 sigur á NoregiNæsti leikur: 24-27 tap á móti Þýskalandi EM í Austurríki 2010 35-34 sigur á NoregiNæsti leikur: 28-36 tap á móti Frakklandi HM í Kumamoto 1997 32-28 sigur á NoregiNæsti leikur: 25-26 tap á móti UngverjalandiEkki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira