Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 13:00 Dagur Sigurðsson og Pep Guardiola. Vísir/Getty Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira