Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 21:13 Dagur Sigurðsson breytti gangi mála. vísir/afp Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira