Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 21:00 Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum í kvöld. vísir/valli Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35