Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:24 Arnór svekktur með strákunum eftir leik. Vísir/Valli Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“ EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00