Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 22:16 Aron gefur skipanir af hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn